Óvenjumargir í varðhaldi 18. desember 2004 00:01 Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira