Róttækar aðgerðir gegn skattsvikum 12. desember 2004 00:01 Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira
Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira