Róttækar aðgerðir gegn skattsvikum 12. desember 2004 00:01 Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira