Miltisbrandssýkt hross brennd 9. desember 2004 00:01 Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira