Nauðganir vopn í stríðsátökum 8. desember 2004 00:01 Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Í skýrslunni segir að nauðganir verði áfram notaðar sem vopn í stríðum þar til ríkisstjórnir og samfélög tryggja jafnan rétt kvenna og binda enda á mismunun. Ofbeldi gegn konum eykst mikið á stríðstímum eins og sögur kvenna sem komist hafa af bera merki um. Þær eru hræddar við að segja frá reynslu sinni og leita réttar síns af ótta við útskúfun og hefnd. "Pabbi sagði mér að fela mig. Þegar hermennirnir komu skutu þeir mömmu og pabba beint fyrir framan augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér.... þeir voru margir," segir í skýrslu Amnesty International eftir stúlku frá Kongó. Hún var tíu ára þegar ráðist var á hana og fjölskyldu hennar og nú tveimur árum síðar þjáist hún af verkjum og þunglyndi. Þá segir einnig að stúlkuna langi til að fara aftur í skólann en þorir því ekki af ótta við að hinir krakkarnir stríði henni og kalli hana konu óvinanna. Konur sem misst hafa vernd sem karlkyns ættingjar og samfélög þeirra veita eiga mjög á hættu að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eins og nauðgunum. Rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós að konur og stúlkur eru neyddar til kynmaka og fá þá í staðinn að fara í gegnum svæði, fá mat, húsaskjól eða skilríki. Í skýrslunni segir frá viðtali við unga flóttakonu í Gíneu sem þarf að selja sig til að geta fætt sig og barnið sitt og segir hún hjálparstarfsmenn borga betur fyrir þjónustuna. "Þeir borga þrjú hundruð fyrir hvert skipti, en ef ég er heppin og næ í hjálparstarfsmann getur hann borgað mér fimmtán hundruð."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira