Innlent

Sluppu við að greiða skattinn

Sex erfingjar sem fengu samanlagt um 65 milljónir króna í arf þurfa engan erfðafjárskatt að greiða. Ástæðan eru mistök sem gerð voru við lagasetningu. Sýslumaðurinn í Reykjavík rukkaði erfingjana um tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt en Hæstiréttur dæmdi í gær að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningunni. Þegar ný lög um erfðafjárskatt voru samþykkt voru eldri lög felld úr gildi. Þar sem nýju lögin tóku aðeins til skattlagningar arfs eftir þá sem létust eftir 1. apríl féll niður heimild til að skattleggja arf eftir þá sem létust fyrir 1. apríl en var ekki búið að skattleggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×