Ríkið í skuld við sveitarfélögin 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Sjá meira
Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Sjá meira