Niðurskurður umdeildur í Framsókn 28. nóvember 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag. Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag.
Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira