Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum 13. október 2005 15:02 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira