Enn frekari undanþágur í vændum 22. nóvember 2004 00:01 Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag fyrir að stæra sig af því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að Íslendingar hefðu einir þjóða fengið leyfi til að menga hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð sem aðild ætti að Kyoto-bókuninni sem samþykkt var 1997. Halldór Ásgrímsson sagðist fúslega gangast við þessari ábyrgð. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að hefði undanþágan ekki fengist væri ekki verið að byggja upp stóriðjuna sem hér væri að rísa. Honum væri þó fullljóst að Kolbrún væri á móti slíkum framkvæmdum og þar með á móti bættum lífskjörum í landinu. Hann sagði núverandi ríkisstjórn hins vegar ekki á móti bættum lífskjörum. Kolbrún svaraði því til að forsætisráðherra stæði á haus og hann hefði augljóslega stungið hausnum svo kirfilega í sandinn að hann neitaði að horfast í augu við staðreyndir málsins. Og Kolbrún ítrekaði spurningu sína um hvað Íslendingar hygðust fyrir á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu í næsta mánuði. Hún spurði hvort farið yrði fram á frekari undanþágur. Halldór svarði því til að auðvitað yrði beðið um frekari undanþágur, enda yrði annars ekki hægt að byggja upp eins og til stæði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira