Innlent

10-15 þúsund með breytilega vexti

Tíu til fimmtán þúsund einstaklingar tóku íbúðalán með breytilegum vöxtum hjá Íbúðalánasjóði, árið 1986. Lánin voru upphaflega með 3,5% vöxtum en þeir voru fljótlega hækkaðir í 4,9%. Breytilegir vextir eiga að laga sig að markaðsvöxtum á hverjum tíma. Vextir þessara lána hafa hinsvegar ekki verið lækkaðir þrátt fyrri miklar vaxtalækkanir að undanförnu. Vonsvikin lántakandi hafði samband við Fréttastofu en hann hafði ítrekað leitað eftir leiðréttingu án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×