Innlent

Spjallvefur kennara opnaður

Spjallþráður kennara á vef Kennarafélags Reykjavíkur hefur legið niðri frá því á mánudag. Hann verður settur upp í dag, segir Ólafur Loftsson, formaður félagsins. "Vefurinn bilaði út af miklu álagi. Eins voru orð sögð í hita leiksins sem ekki voru sæmandi fyrir foreldra né kennara. Þess vegna var spjallinu lokað tímabundið." Ólafur segir vangaveltur um hvort reynt hafi verið að koma í veg fyrir umræður um nýgerðan kjarasamning ekki eiga við rök að styðjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×