Innlent

Lúpínan og rjúpan

"Ég held að það sé ekkert hægt að gera til að útrýma lúpínunni - hún er komin til að vera," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Mikil útbreiðsla lúpínunnar er ávallt mikið áhyggjuefni og nú er talað um að hún gæti skaðað æti rjúpunnar. Sigmar er alls ekki sammála því. "Ég held að rjúpunni stafi engin hætta af lúpínunni. Það þarf ekkert að gera til að vernda rjúpuna, hún er í fínu formi. Svo lengi sem við veiðum úr stofni og stundum sjálfbærar veiðar erum við í góðum málum," bætir Sigmar við. "Þetta er algjörlega ástæðulaus ótti. Lúpínan þekur örlítið brot af flatarmáli Íslands. Við höfum orðið vör við það hér í Gunnarsholti að fræökrum lúpínunnar fylgir mikið fuglalíf. Bæði uglur og smáfuglar sækja í lúpínuna og einnig hef ég orðið var við æðarvarp á lúpínuökrum í Þingeyjarsýslu," segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. "Rjúpan er það gáfuð að hún étur ekki lúpínu, sem er beisk og gæti verið eitruð. Lúpínan auðgar land af lífverum og er vissulega falleg á litinn. En haft skal til aðgátar, eins og með allt sem gott er, að lúpínuna skal nota í hófi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×