Innlent

Einstök líffræðiráðstefna

Matarlyst hvala, sálarlíf burstaorma og fegurðarskyn almennings með hliðsjón af náttúru landsins eru meðal þeirra rannsókna sem kynntar eru á afmælisráðstefnu um líffræðirannsóknir á Íslandi sem stendur yfir hér á landi um helgina. Í tilkynningu frá Líffræðifélagi Íslands og Líffræðistofnun háskólans sem standa fyrir ráðstefnunni segir að hún eigi sér líklega enga hliðstæðu í gjörvöllum heiminum því hvergi hafi þess verið freistað, svo vitað sé, að leiða saman alla líffræðinga heillar þjóðar í þeim tilgangi að kynna víðfeðmt fræðasvið líffræðinnar. Alls eru um 240 rannsóknaverkefni kynnt á ráðstefnunni sem haldin er í Öskju, nýju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, fyrirlestrarsal Íslenskrar Erfðagreiningar og Norræna húsinu og lýkur í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×