Innlent

Eldur blossaði upp í fjárhúsi

Tugir fjár drápust þegar eldur kom upp í hlöðu við bæinn Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í gærkvöldi. Fjárhús var í enda hlöðunnar og þar var um hundrað fjár þegar eldurinn kom upp, heimamönnum tókst að bjarga einhverju af fénu en nokkur fjöldi kinda fórst í eldinum. Slökkvilið frá Búðardal, Borðeyri og Hvammstanga var kallað á vettvang og fólk á næstu bæjum kom einnig á staðinn til að hjálpa til við slökkvistarfið. Um 20 stiga frost var og ár í nágrenninu því ísilagðar. Það gerði erfitt fyrir með að ná í vatn og þurftu menn að brjóta ísinn til að verða ekki uppiskroppa með vatn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×