Innlent

Annþór gengur enn laus

Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson gengur enn laus, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í gær fyrir að berja mann á sjúkrabeði með kylfu. Hann gerði það að ósk leigusala mannsins. Í gær kvað Símon Sigvaldason upp þann dóm að Annþór skyldi í tveggja og hálfs árs fangelsi. Faðir fórnarlambs Annþórs segir í samtali við helgarblað DV að Símon sé hetja, en hann hefur aðeins tæplega árs reynslu af dómarastörfum. Fórnarlamb hans breytti framburði sínum af hræðslu við Annþór. Þrátt fyrir að árás Annþórs hafi verið hrottafengin og þrátt fyrir að hann hafi brotið skilorð verður bið á að hann fari í fangelsi. Meira um það í helgarblaði DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×