Innlent

Framkvæmdir vegna álvers

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áætlar að veita 887 milljónum til fjárfestinga á næsta ári. Mest verður varið til vatnsveitu, 205 milljónum; framkvæmda við Grunnskóla Reyðarfjarðar, 160 milljónum og til hafnarframkvæmda, 144 milljónum. Auk þess verður leikskólinn í Reyðarfirði stækkaður. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir þessar framkvæmdir fyrst og fremst koma til vegna álversins á Reyðarfirði og fólksfjölgunar því tengdu. "Álverið er þess virði og við getum borgað þetta allt til baka. Við erum brattir yfir þessu," segir Guðmundur. Gert er ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins fjölgi um 250 manns á næsti ári. Auk þess munu 1.200 íbúar búa í starfsmannaþorpi Fjarðaráls. Í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar gerir bæjarstjórnin ráð fyrir að afgangur aðalsjóðs sveitarfélagsins verði 115 milljónir á næsta ári. Áætlaðar rekstrartekjur eru áætlaðar 1.477 milljónir, en rekstargjöld 1.385 milljónir. Helst munar um auknar tekjur vegna fjölgunar íbúa og hækkunar tekna af fasteignagjöldum um 264 milljónir vegna hækkunar fasteignamats



Fleiri fréttir

Sjá meira


×