Innlent

Kaldasti nóvember í heila öld

Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma, einkum á Suður- og Vesturlandi. Í Reykjavík hefur ekki orðið svona kalt svo snemma vetrar síðan 1981. Með 15 stiga frosti í nótt var metið jafnað og þarf að fara hundrað ár aftur í tímann til að finna meira frost í Reykjavík í nóvember. Mesta frost á veðurathugunarstöð í nótt var 23 stig en víða mældist 15 til 20 stiga frost. Í Stafholtsey í Borgarfirði mældist mældist 19 stiga frost og 18 að Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er mesta frost sem mælst hefur í nóvember á báðum stöðum. Á Hæli í Gnúpverjahrepp ná mælingar aftur til ársins 1933 og þar hefur aðeins einu sinni áður mælst meiri kuldi. Lægsti hiti, eða mesta frost sem mælst hefur hér á landi, er 28 gráður í Möðrudal á Fjöllum árið 1998 en það er þó langt undir frostmetinu í janúar frostaveturinn mikla árið 1918 þegar frostið fór niður í 38 stig í Möðrudal og á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt þessari fróðlegu samantekt frá Veðurstofunni. Framvegis ætlar Veðurstofan að taka saman fróðleik af þessu tagi þegar eitthvað óvenjulegt í veðurfarinu gefur tilefni til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×