Innlent

Árangurslaus fjárnám 61 milljarður

Árangurslaus fjárnám hjá fyrirtækjum og einstaklingum frá árinu 2001 til 15. október á þessu ári, námu rúmlega 61 milljarði króna. Þetta kemur fram á heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns. Heildarfjöldi árangurslausra fjárnáma á tímabilinu var 17 þúsund 336, þar af 72% hjá körlum. Heildarfjárhæð fjárnámanna var helmingi hærri hjá einstaklingum en fyrirtækjum. Stærsti kröfuhafi fjárhæðarinnnar var ríkissjóður, en kröfur hans námu 22 milljörðum á þessa einstaklinga. Næstir komu bankar og aðrar lánastofnanir með tæpa 11 milljarða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×