Kærir húsnæðislán bankanna 17. nóvember 2004 00:01 Jóhannes Valdemarsson rekstrarfræðingur hefur kært viðskiptabankana til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur ýmislegt í tilboðum bankanna brjóta í bága við samkeppnislög. Bankarnir hafa auglýst 4,2 prósenta vexti og allt að 100 prósent lánshlutfall af verði íbúða. Jóhannes telur að bankarnir brjóti með þessu lög þar sem þeir auglýsi ekki með réttum hætti það sem í boði sé. Ekki sé tekið fram í auglýsingum að lánþegar þurfi að kaupa aðra þjónustu af bönkunum til að njóta þessara kjara, til dæmis tryggingar eða yfirdráttareikning. Það er álit Jóhannesar að krafa um þetta bjóti í bága við lög. Það sé líka ólöglegt að bankarnir fái greiðslur úr tryggingum lánþegans komi eitthvað fyrir hann. Þá þykir Jóhannesi það ótryggt fyrir lántakendur að bönkunum sé frjálst að breyta uppgreiðslugjaldi eftir eigin höfði. Þannig gæti seljandi eignar lent í því að greiða stórar upphæðir þurfi þeir að greiða upp lánið, til dæmis við sölu fasteignar. Í kæru til Samkeppnisstofnunar nefnir Jóhannes einnig dæmi um að í skuldabréfi vegna húsnæðisláns sé kveðið á um að vextir af því séu 5,1 prósent en skuldari sem uppfyllir skilyrði bankanna fái allt að 0,9 prósentustiga afslátt af vöxtunum. Að sögn Jóhannesar segir í fylgibréfi að bönkunum sé heimilt að falla fyrirvaralaust frá þessum afslætti uppfylli skuldarinn ekki lengur þessi skilyrði. Hins vegar sé hvergi minnst á það í skuldabréfinu hver skilyrðin séu sem lántakandinn þurfi að uppfylla. Þegar hann hafi leitað eftir upplýsingum um það hafi hann engin svör fengið. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að í þessum viðskiptum eins og öðrum gildi sú regla að menn geti samið sín á milli. Ef bankarnir telji sig vera með sérstaklega góð kjör á lánum sé ekki óeðlilegt að þeir tengi þau við aðra þjónustu sem þeir bjóða upp á. Viðskiptamönnum sé líka frjálst að eiga ekki viðskipti við einstaka banka þyki þeim kjörin óviðunandi. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Jóhannes Valdemarsson rekstrarfræðingur hefur kært viðskiptabankana til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur ýmislegt í tilboðum bankanna brjóta í bága við samkeppnislög. Bankarnir hafa auglýst 4,2 prósenta vexti og allt að 100 prósent lánshlutfall af verði íbúða. Jóhannes telur að bankarnir brjóti með þessu lög þar sem þeir auglýsi ekki með réttum hætti það sem í boði sé. Ekki sé tekið fram í auglýsingum að lánþegar þurfi að kaupa aðra þjónustu af bönkunum til að njóta þessara kjara, til dæmis tryggingar eða yfirdráttareikning. Það er álit Jóhannesar að krafa um þetta bjóti í bága við lög. Það sé líka ólöglegt að bankarnir fái greiðslur úr tryggingum lánþegans komi eitthvað fyrir hann. Þá þykir Jóhannesi það ótryggt fyrir lántakendur að bönkunum sé frjálst að breyta uppgreiðslugjaldi eftir eigin höfði. Þannig gæti seljandi eignar lent í því að greiða stórar upphæðir þurfi þeir að greiða upp lánið, til dæmis við sölu fasteignar. Í kæru til Samkeppnisstofnunar nefnir Jóhannes einnig dæmi um að í skuldabréfi vegna húsnæðisláns sé kveðið á um að vextir af því séu 5,1 prósent en skuldari sem uppfyllir skilyrði bankanna fái allt að 0,9 prósentustiga afslátt af vöxtunum. Að sögn Jóhannesar segir í fylgibréfi að bönkunum sé heimilt að falla fyrirvaralaust frá þessum afslætti uppfylli skuldarinn ekki lengur þessi skilyrði. Hins vegar sé hvergi minnst á það í skuldabréfinu hver skilyrðin séu sem lántakandinn þurfi að uppfylla. Þegar hann hafi leitað eftir upplýsingum um það hafi hann engin svör fengið. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að í þessum viðskiptum eins og öðrum gildi sú regla að menn geti samið sín á milli. Ef bankarnir telji sig vera með sérstaklega góð kjör á lánum sé ekki óeðlilegt að þeir tengi þau við aðra þjónustu sem þeir bjóða upp á. Viðskiptamönnum sé líka frjálst að eiga ekki viðskipti við einstaka banka þyki þeim kjörin óviðunandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira