Innlent

Aðhaldsaðgerðir framundan?

Sérfræðingar Greiningardeild Landsbankans túlka þá ákvörðun Seðlabankans að birta fimm mánaða gamla skýrslu fyrst núna, að bankinn sé að búa menn undir kröftugar aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu misserum. Í skýrslunni, sem gerð var að beiðni Félagsmálaráðuneytisins, til að meta áhrif hækkunar húsnæðislána upp í 90 prósent, óttast Seðlabankinn óstöðugleika í fjármálakerfinu og að bankinn gæti neyðst til að hækka stýrivexti meira en ella. Síðan skýrslan var gerð hafa bankarnir allir komið inn á markaðinn með lægri vöxtum og allt að hundrað prósenta lánum þannig að horfur eru mun verri nú en í vor, samkvæmt þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×