Innlent

Kettir þurfa alnæmisvottorð

Alnæmisveira hefur fundist í íslenskum köttum og þarf framvegis að framvísa alnæmisvottorðum með köttum, sem fluttir eru til landsins. Veiran fannst fyrir tæpum þremur árum þegar Hrund Holm og fleilri voru að gera lokaverkefni í dýralækningum og tóku sýni úr rúmlega hundrað köttum, aðallega villiköttum eða útigangsköttum. Sérsaklega var leitað að alnæmisveirunni og veiru, sem veldur hvítblæði. Þrír kettir reyndust vera með alnæmi og tveir með hvítblæðisveiruna. Að sögn Hrundar eru smitaðir kettir að öllum líkindum á ferli, en veiran berst ekki á milli dýrategunda og þess vegna ekki í menn. Veiran brýtur niður ónæmiskerfið eins og sama veira hjá fólki, en smitast helst ekki nema við bit og ekki við pörun, eða samfarir. Það eru einkum villtir fresskettir, og fresskettir sem fá fara ferða sinna úti og inni, sem verða fyrir þessu, enda kljást þeir gjarnan um læður, sem lýsa sig fúsar til pörunar. Það er því engu líkara en vinnuhópur á vegum umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, sem er að vinna drög að kattasamþykkt Reykjavíkur, hafi fengið vitrun, því án tillits til þessa er í drögunum að finna tillögu um að gelda skuli alla fressketti, sex mánaða og eldri, sem fá að ganga lausir utandyra. Kattaalnæmi er ekki talið vera faraldur hér á landi, en Jyllandsposten greinir frá þvi að fimmti hver villiköttur á Fjóni sé smitaður og að villikettirnir smiti heimilisketti, sem fá að fara út. Maðal annars fyrir uppgötvun Hrundar Holm fyrir þremur árum, tók í sumar gildi reglugerð um innflutning á köttum, þar sem þess er krafist að þeir hafi áður staðist alnæmispróf og próf, sem sýni að þeir séu ekki heldur með hvítblæðisveiruna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×