Innlent

Ólga meðal foreldra

Allur gangur er á skólahaldi í dag, vegna fjarvista kennara, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en víða í strjálbýlinu er það með eðlilegum hætti. Sumstaðar er engin kennsla, annarsstaðar er aðeins yngstu bekkjunum kennt, sumstaðar er einskonar gæsla fyrir yngstu börnin þar sem kennara vantar og enn annarsstaðar er sumum bekkjum kennt, en öðrum ekki. Í mörgum tilvikum gekk forledrum illa að afla sér upplýsinga í morgun um það hvort börn þeirra ættu að mæta eða ekki og hafa margir foreldrar þurft að sækja börn sín aftur í skólana og taka þau með í vinnu eða fá frí, í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að hafa börn í vinnunni. Þá er Fréttastofunni kunnugt um að börnum hafi verið vísað heim án þess að hringt væri heim á undan þeim til að kanna hvort einhver yrði heima og sumstaðar hafa eldri nemendur og jafnvel foreldrar hlaupið undir bagga með eftirliti með yngstu bvörnunum, án vitunar foreldranna og við mismunadi ánægju þeirra. Af viðtölum við marga foreldra og börn í morgun má ráða að mikil ólga sé orðin í þjóðfélaginu vegna þessa ástands og nú í morgun gæti fremur reiði en skilnings og undrunar, eins og í gærmorgun skeytir fólk skapi sínu ýmist á kennurum, sveitarfélögunum eða ríkisvaldinu, enda segjast sumir foreldrar vera farnir að óttast um vinnu sína vegna vandræða með barnagæslu í verkfallinu og svo aftur núna. Kennarar eru ekki síður slegnir og reiðir, og eru þeir þegar farnir að segja upp störfum. Allir kennarar við Grunnskólann á Fáskúrðsfirði eru til dæmis búinn að segja upp og yfir þriðjungur kennara við grunnskólanna í Mosfellsbæ,svo dæmi séu tekin. Samningafundur í deilunni hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu og stóð enn rétt fyrir hádegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×