Innlent

Synda frá Ægisíðu að Bessastöðum

Þrettán manns hófu fyrir skömmu boðsund frá Ægisíðu að Bessastöðum í tilefni af útkomu ævisögu sundkappans frækna Eyjólfs Jónssonar. Eyjólfur var einn dáðasti afreksmaður Íslendinga um miðja síðustu öld. Árið 1962 bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Eyjólfi í eftirmiðdagskaffi, en boðið var háð því skilyrði að Eyjólfur kæmi syndandi að Bessastöðum. Það gerði hann og tóku forsetahjónin á móti honum í fjörunni. Um eittleytið í dag verða Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og eiginkona hans í fjörunni og ætla þar að taka á móti sundköppunum með Eyjólf Jónsson í broddi fylkingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×