Auknir fordómar í garð útlendinga 12. nóvember 2004 00:01 Fordómar í garð útlendinga hafa aukist hér á landi síðustu ár, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðahús á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, framandi menningar og flóttamanna. Tæplega 36 prósent aðspurðra í könnun Gallup eru á móti því að fólk sem hingað flytur frá öðrum löndum eigi rétt á að halda eigin siðum og venjum og þá eru tæp 72 prósent andsnúin því að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi. Að sama skapi eru rúm 72 prósent frekar eða mjög ósammála því að Íslendingar ætti að taka við fleiri flóttamönnum. Þegar horft er til fyrri kannana kemur í ljós að þeim fækkar talsvert sem jákvæðir eru fyrir því að leyfa fleiri útlendingum að starfa hér á landi og þeim fækkar líka nokkuð sem eru sammála því að Íslendingar eigi að taka á móti fleiri flóttamönnum. Frá árinu 1999 hefur þeim sem vilja leyfa fleiri útlendingum að starfa hér fækkað um 14 prósent. Fyrir fimm árum voru rúmlega 42 prósent svarenda sammála því að heimila ætti fleiri útlendingum að starfa hér, en í ár er talan komin niður í 28 prósent. Á sama tíma fækkar þeim sem finnst að þjóðin eigi að taka við fleiri flóttamönnum um 18 prósent. Hjá Alþjóðahúsi kemur fram að þegar horft sé til afstöðu fólks eftir búsetu annars vegar og menntunar hins vegar komi í ljós að Reykvíkingar séu töluvert jákvæðari en aðrir landsmenn til málefna útlendinga og fólk með háskólamenntun jákvæðara en aðrir. Þrátt fyrir að fólk virðist nú andsnúnara því en áður að fá útlendinga í vinnu og að taka á móti flóttafólki þá fjölgar þeim engu að síður um 6 prósent frá 1999 sem telja að Íslendingar hafi gott af framandi menningu. Árið 1999 voru rúmlega 70 prósent þeirrar skoðunar, en eru 76,5 prósent í ár. Þá leiddi könnun Alþjóðahúss í ljós að fleiri gætu hugsað sér að sækja námskeið í erlendri matargerð en árið 1999. Þá sögðust rúm 45 prósent geta hugsað sér það á móti rúmum 59 prósentum nú. Könnun Gallup fór fram á tímabilinu 4. mars til 1. apríl í ár, en fyrst var hringt í fólk og því svo sendur póstlisti. 2.585 manns á aldrinum 16 til 75 ára voru í úrtaki og svarhlutfall var 41,6 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fordómar í garð útlendinga hafa aukist hér á landi síðustu ár, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðahús á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, framandi menningar og flóttamanna. Tæplega 36 prósent aðspurðra í könnun Gallup eru á móti því að fólk sem hingað flytur frá öðrum löndum eigi rétt á að halda eigin siðum og venjum og þá eru tæp 72 prósent andsnúin því að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi. Að sama skapi eru rúm 72 prósent frekar eða mjög ósammála því að Íslendingar ætti að taka við fleiri flóttamönnum. Þegar horft er til fyrri kannana kemur í ljós að þeim fækkar talsvert sem jákvæðir eru fyrir því að leyfa fleiri útlendingum að starfa hér á landi og þeim fækkar líka nokkuð sem eru sammála því að Íslendingar eigi að taka á móti fleiri flóttamönnum. Frá árinu 1999 hefur þeim sem vilja leyfa fleiri útlendingum að starfa hér fækkað um 14 prósent. Fyrir fimm árum voru rúmlega 42 prósent svarenda sammála því að heimila ætti fleiri útlendingum að starfa hér, en í ár er talan komin niður í 28 prósent. Á sama tíma fækkar þeim sem finnst að þjóðin eigi að taka við fleiri flóttamönnum um 18 prósent. Hjá Alþjóðahúsi kemur fram að þegar horft sé til afstöðu fólks eftir búsetu annars vegar og menntunar hins vegar komi í ljós að Reykvíkingar séu töluvert jákvæðari en aðrir landsmenn til málefna útlendinga og fólk með háskólamenntun jákvæðara en aðrir. Þrátt fyrir að fólk virðist nú andsnúnara því en áður að fá útlendinga í vinnu og að taka á móti flóttafólki þá fjölgar þeim engu að síður um 6 prósent frá 1999 sem telja að Íslendingar hafi gott af framandi menningu. Árið 1999 voru rúmlega 70 prósent þeirrar skoðunar, en eru 76,5 prósent í ár. Þá leiddi könnun Alþjóðahúss í ljós að fleiri gætu hugsað sér að sækja námskeið í erlendri matargerð en árið 1999. Þá sögðust rúm 45 prósent geta hugsað sér það á móti rúmum 59 prósentum nú. Könnun Gallup fór fram á tímabilinu 4. mars til 1. apríl í ár, en fyrst var hringt í fólk og því svo sendur póstlisti. 2.585 manns á aldrinum 16 til 75 ára voru í úrtaki og svarhlutfall var 41,6 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira