Lög á kennaraverkfallið 12. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja lög á kennaraverkfallið. Alþingi var kvatt saman í morgun og samþykkt var að taka frumvarpið á dagskrá með afbrigðum. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur fyrir kennara. Lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að Hæstiréttur skipi Gerðardóm þriggja manna til að fjalla um launakjörin, hafi ekki samist fyrir fimmtánda desember. Samkvæmt frumvarpinu skal gerðardómur hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings deilenda, en einnig af þeim störfum sem teljast sambærileg, hvað varðar menntun, störf, vinnutíma og ábyrgð. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa sóst eftir aðild að málinu og talið að hinir eiginlegu deiluaðilar ættu að leysa málið. Hins vegar muni ríkisstjórnin ekki skorast undan því að leysa málið til lykta, þegar deilan sé komin í algeran hnút. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segist vera á þeirri skoðun að kjaradeilur eigi ekki að leysa með lagasetningu. Ríkisstjórninni hafi orðið á alvarleg mistök, bæði í aðdraganda verkfallsins og eins þegar samningurinn hafi verið færður til samþykktar. Staðan sem upp væri komin í dag, þyrfti ekki að vera við lýði, ef ríkisstjórnin hefði sýnt sveitarfélögunum sanngirni í fjármálum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði í morgun ríkisstjórnina hafa neitað að bera ábyrgð í málinu hingað til og hún beiti nú fyrir sig börnum landsins. Það sé komin upp svo alvarleg staða að ekki séu aðrir kostir, en að setja lög á verkfallið, að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki stórmannlegt," sagði Ögmundur. Kennarar fjölluðu um verkfallslögin í Verkfallsmiðstöðinni Borgartúni. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins gerði kennurum grein fyrir frumvarpinu og efni þess. Hann sagði þetta svartan dag fyrir kennara og í raun verra en nokkurn hefði órað fyrir. Hann sagði sveitarfélögin hafa sýnt að þau væru vanhæf til að reka skóla og ættu að viðurkenna það. Þá sagði Eiríkur að sér væri til efs að nokkur annar menntamálaráðherra hefði áður rúið sig trausti kennarastéttarinnar á jafn skömmum tíma. Hún hefði svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Með ólíkindum væri að kona skildi gera sig seka um að gera svo lítið úr kvennastétt, sem raun bæri vitni. Eiríkur sagði einu lausnina á málinu nú vera þá að sveitarfélögin gengju að tilboði kennara frá því á mánudaginn. Að öðrum kosti yrði gerðardómur að úrskurða kennurum mun hærri laun en sú tillaga fæli í sér. Hann sagðist jafnframt telja að ríkisstjórnin og sveitarfélögin hefðu fyrir löngu sammælst um að þeir fyrrnefndu kæmu að deilunni þegar verkfallsjóður væri uppurinn. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja lög á kennaraverkfallið. Alþingi var kvatt saman í morgun og samþykkt var að taka frumvarpið á dagskrá með afbrigðum. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur fyrir kennara. Lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að Hæstiréttur skipi Gerðardóm þriggja manna til að fjalla um launakjörin, hafi ekki samist fyrir fimmtánda desember. Samkvæmt frumvarpinu skal gerðardómur hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings deilenda, en einnig af þeim störfum sem teljast sambærileg, hvað varðar menntun, störf, vinnutíma og ábyrgð. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa sóst eftir aðild að málinu og talið að hinir eiginlegu deiluaðilar ættu að leysa málið. Hins vegar muni ríkisstjórnin ekki skorast undan því að leysa málið til lykta, þegar deilan sé komin í algeran hnút. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segist vera á þeirri skoðun að kjaradeilur eigi ekki að leysa með lagasetningu. Ríkisstjórninni hafi orðið á alvarleg mistök, bæði í aðdraganda verkfallsins og eins þegar samningurinn hafi verið færður til samþykktar. Staðan sem upp væri komin í dag, þyrfti ekki að vera við lýði, ef ríkisstjórnin hefði sýnt sveitarfélögunum sanngirni í fjármálum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði í morgun ríkisstjórnina hafa neitað að bera ábyrgð í málinu hingað til og hún beiti nú fyrir sig börnum landsins. Það sé komin upp svo alvarleg staða að ekki séu aðrir kostir, en að setja lög á verkfallið, að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki stórmannlegt," sagði Ögmundur. Kennarar fjölluðu um verkfallslögin í Verkfallsmiðstöðinni Borgartúni. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins gerði kennurum grein fyrir frumvarpinu og efni þess. Hann sagði þetta svartan dag fyrir kennara og í raun verra en nokkurn hefði órað fyrir. Hann sagði sveitarfélögin hafa sýnt að þau væru vanhæf til að reka skóla og ættu að viðurkenna það. Þá sagði Eiríkur að sér væri til efs að nokkur annar menntamálaráðherra hefði áður rúið sig trausti kennarastéttarinnar á jafn skömmum tíma. Hún hefði svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Með ólíkindum væri að kona skildi gera sig seka um að gera svo lítið úr kvennastétt, sem raun bæri vitni. Eiríkur sagði einu lausnina á málinu nú vera þá að sveitarfélögin gengju að tilboði kennara frá því á mánudaginn. Að öðrum kosti yrði gerðardómur að úrskurða kennurum mun hærri laun en sú tillaga fæli í sér. Hann sagðist jafnframt telja að ríkisstjórnin og sveitarfélögin hefðu fyrir löngu sammælst um að þeir fyrrnefndu kæmu að deilunni þegar verkfallsjóður væri uppurinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira