Innlent

Fær lögheimili í Bláskógabyggð

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fimm manna fjölskylda skuli fá lögheimili í Bláskógabyggð. Fjölskyldan flutti þangað í vor en sveitarstjórnin vildi ekki samþykkja umsókn um lögheimili fyrst heimilið er á sumarhúsasvæði. Börnin fengu heldur ekki skólavist í Bláskógabyggð. Héraðsdómur taldi hins vegar að húsnæðið uppfyllti öll skilyrði til varanlegrar búsetu, og í lögum sé hvergi lagt bann við því að menn eigi lögheimili á sumarbústaðasvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×