Taki þátt í rekstri flugvallarins 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra ætlar að semja um það við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Íslendingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun hitta Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á þriðjudaginn í næstu viku. Hann vék að þeim fundi í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál sem hann flutti á Alþingi fyrir hádegi og sagði m.a. að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hreyft neinum andmælum við eðlilegri aðlögun Varnarliðsins við breyttum aðstæðum frá lokum Kalda stríðsins. Sú aðlögun felst t.a.m. verulegum samdrætti í búnaði og fækkun liðsmanna. Davíð sagði hins vegar ríka áherslu hafa verið lagða á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður. Davíð sagði ljóst að mikill vöxtur hafi verið í farþegaflugi um Keflavíkurflugvöll sem valdi því að stjórnvöld eru reiðubúin að semja um það við Bandaríkjamenn, hvernig Íslendingar geti tekið meiri þátt í kostnaði við rekstur hans. Það sé meðal þess sem hann hyggst ræða við Colin Powell á fundi þeirra 16. nóvember nk. „Tilgangur þess fundar, sem er haldinn í framhaldi af fundi mínum með Bandaríkjaforseta í júlí síðastliðnum, er að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð Varnarliðsins,“ sagði utanríkisráðherra. En hver er lágmarksviðbúnaður og hvað kemur í staðinn fyrir herinn? spurði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Þegar komi að öryggismálum þurfi að kortleggja nákvæmlega hvar við getum borið niður; hvað það kosti og hvað það þýði: „Þarf að setja Íslendinga undir vopn? Og ef svo er, í hve ríkum mæli? Öryggisverðir hljóta þeir að kallast því enginn vilji er hjá þjóðinni að stofna hér almennan íslenskan her, eða hvað?“ spurði Guðmundur Árni. Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra ætlar að semja um það við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Íslendingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun hitta Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á þriðjudaginn í næstu viku. Hann vék að þeim fundi í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál sem hann flutti á Alþingi fyrir hádegi og sagði m.a. að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hreyft neinum andmælum við eðlilegri aðlögun Varnarliðsins við breyttum aðstæðum frá lokum Kalda stríðsins. Sú aðlögun felst t.a.m. verulegum samdrætti í búnaði og fækkun liðsmanna. Davíð sagði hins vegar ríka áherslu hafa verið lagða á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður. Davíð sagði ljóst að mikill vöxtur hafi verið í farþegaflugi um Keflavíkurflugvöll sem valdi því að stjórnvöld eru reiðubúin að semja um það við Bandaríkjamenn, hvernig Íslendingar geti tekið meiri þátt í kostnaði við rekstur hans. Það sé meðal þess sem hann hyggst ræða við Colin Powell á fundi þeirra 16. nóvember nk. „Tilgangur þess fundar, sem er haldinn í framhaldi af fundi mínum með Bandaríkjaforseta í júlí síðastliðnum, er að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð Varnarliðsins,“ sagði utanríkisráðherra. En hver er lágmarksviðbúnaður og hvað kemur í staðinn fyrir herinn? spurði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Þegar komi að öryggismálum þurfi að kortleggja nákvæmlega hvar við getum borið niður; hvað það kosti og hvað það þýði: „Þarf að setja Íslendinga undir vopn? Og ef svo er, í hve ríkum mæli? Öryggisverðir hljóta þeir að kallast því enginn vilji er hjá þjóðinni að stofna hér almennan íslenskan her, eða hvað?“ spurði Guðmundur Árni.
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira