Innlent

Fjórða stærsta vefsvæði landsins

Vísir.is hefur stækkað mjög hratt síðustu vikur og mánuði og er nú með yfir 90 þúsund vikulega notendur samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Í liðinni viku fjölgaði notendum Vísis um rúm 13% sem má helst rekja til stórrar fréttaviku. Meðal heitustu mála á Vísi í síðustu viku var m.a. kosningavakt í kringum forsetakosningar í Bandaríkjunum, Eddukosning, Grímsvatnagosið, olíusamráðið og ferðaleikur Vísis. VefTíVí Vísis hefur einnig slegið rækilega í gegn og hefur notkun þess aukist stöðugt. Í liðinni viku var enn eitt áhorfsmetið slegið en 84 þúsund fréttastraumar voru skoðaðir frá mánudegi til sunnudags. Þess ber að geta að hægt er að horfa á fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu, allan fréttatímann hvenær sem er og einnig stakar fréttir úr fréttalista. Nýtt VefTíVí verður opnað í vikunni með nýjum efnisliðum eins og Íslandi í dag, Íslandi í bítið, Silfri Egils, Olíssporti og skemmtiefni eins og tónlistarmyndböndum og gríni. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss er Vísir nú fjórða stærsta vefsvæðið á landinu, er aðeins 3.419 notendum undir leit.is sem mælist þriðja stærsta vefsvæði landsins. Notendafjöldi Vísis hefur ríflega tvöfaldast undanfarnar tíu vikur, enda hefur vefurinn tekið stakkaskiptum hvað þjónustu við lesendur varðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×