Innlent

Þjórsárver á heimsminjaskrá?

Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta kemur fram í ályktun fundarins sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Í þessu sambandi er vísað til ítarlegrar athugunar Jack Ives og Roger Crofts, sem setið hafa í matshópum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN) vegna Heimsminjaskrár, á svæðinu og náttúruverndargildi veranna.    Í ályktuninni segir orðrétt: Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Norræna húsinu 9. nóvember 2004, skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaminjaskrá UNESCO líkt og Jack Ives og Roger Crofts hafa lagt til eftir ítarlega athugun á svæðinu og náttúruverndargildi veranna. Á meðan sú könnun fer fram verði öll frekari virkjunaráform í eða við Þjórsárver lögð til hliðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×