Innlent

Frábær niðurstaða segir Össur

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðu fylgiskönnunar Fréttablaðsins "frábæra" fyrir flokkinn. "Ég bjóst satt að segja við því að vandræðagangurinn á R-listanum myndi hafa áhrif á fylgi flokksins." Össur segir að það sé stórmerkilegt að enn einu sinni hafi komið fram að Samfylkingin og Vinstri grænir hafi samanlagt afgerandi meirihluta umfram stjórnarflokkana. "Ég er aldrei uppnæmur yfir könnunum, það eru kosningarnar sem gilda, en þetta sýnir að við erum á réttri leið."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×