Innlent

Rjúpnaskyttur komnar á kreik

Rjúpnaskyttur virðast eiga erfiðara með að halda aftur af sér nú í haust en í fyrrahaust. Veiðibanninu verður þó ekki aflétt fyrr en næsta haust. Lögreglan í Keflavík telur sig vita til þess að menn hafi gengið til rjúpna en engin hefur þó verið staðinn að verki. Þá hefur lögreglan á Blönduósi haft fregnir af skyttum í grennd við Skagaströnd. Hún stöðvaði einn grunaðan í gær en hvorki fundust rjúpur né skotvopn í bíl hans. Þar fannst hins vegar fiður af rjúpu og blóð og er málið í frekari rannsókn. Háar sektir liggja við broti á veiðibanninu, auk sviptingar skotvopnaleyfis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×