Innlent

Kennarar aftur í verkfall

Launanefnd sveitarfélaga hafnaði fyrir stundu tillögu sem samninganefnd kennara lagði fram í kjölfar þess að miðlunartillaga sáttasemjara var kolfelld. "Hugmynd launanefndar sveitarélaga um nýja nálgun og frestun verkfalls var hafnað . Í stað þess lögðu fulltrúar KÍ fram tilboð sem þeir meta sjálfir á rúm 36% í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga. Verkfall kennara hefst því aftur á miðnætti og 45 þúsund grunnskólanemendur verða á ný án kennslu.  Sáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×