Innlent

VG stendur fast á sínu

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Vinstri-grænir krefjist þess að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, láti af embætti vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Félagsfundur Vinstri-grænna í Reykjavíkur fer fram á þriðjudagskvöld og þá er talið að flokkurinn taki formlega afstöðu í málinu. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hafi verið í stöðugum samræðum um helgina um framtíð Þórólfs og listans. Um miðja síðustu viku lá fyrir tillaga um að Dagur B. Eggertsson, óháður borgarfulltrúi á R-listanum yrði borgarstjóri. Líkurnar á að það verði niðurstaðan hafa minnkað síðan þá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá eru taldar litlar líkur á því að sátt náist um oddvita einhverra listanna þriggja sem standa að R-listanum. Talið er að nú sé til alvarlegrar athugunar hjá borgarfulltrúunum að koma á kerfi með þremur borgarstjórum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×