Forstjórarnir enn í felum 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira