Olíufélögin eiga að svara til saka 2. nóvember 2004 00:01 Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira