Ekki í myndinni að segja af sér 2. nóvember 2004 00:01 Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira