Olíufélög leiti sátt við útgerðir 1. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira