Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir rán

Héraðsdómur dæmdi í dag tuttugu og eins árs gamlan mann til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að ráðast inn í myndbandaleigu á Holtsgötu og ógna þar starfsmanni með hnífi og ræna við annan mann 57 þúsund krónum. Þá var manninum gert að greiða starfsmanni myndbandaleigunnar 200 þúsund krónur í miskabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×