Innlent

Íslendingur kosinn forseti

Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna, var í gær kosinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar á þingi þess í Stokkhólmi eftir all snarpa kosningabaráttu. "Ég vildi upphaflega stuðla að því að fulltrúi frá Vestur-Norðurlöndum kæmist í stjórn, en svo fór að það var skorað á mig að gefa kost á mér til formennsku." Íslendingar og Færeyingar studdu Andrés sem atti kappi við finnska íhaldskonu um embættið. Fyrsta embættisverk hans verður að ávarpa Norðurlandaráðsþing á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×