Mógúll mætir á umferðarþing

Max Mosley, forseti alþjóðasambands akstursfélaga, verður í hópi ræðumanna á Umferðarþingi sem haldið verður undir lok mánaðarins. Mosley hefur gengt starfinu í rúman áratug en var áður ökuþór í Formúlu 2 kappakstrinum og rak síðar eigið keppnislið í Formúlu 1. Þá hefur hann starfað náið með Bernie Ecclestone að uppbyggingu Formúlu 1 og á ríkan þátt í að keppnin er jafn vinsæl og raun ber vitni. Mosley hefur barist fyrir auknu umferðaröryggi síðan hann varð forseti alþjóðasambandsins og nýtur víða virðingar fyrir störf sín. Hann kemur til landsins á einkaþotu og staldrar hér við í rúman sólarhring.