Innlent

Börnin aftur í skólann

Tugþúsundir barna mæta aftur til skóla á morgun að loknu kennaraverkfalli. Skóli hefst á morgun samkvæmt stundarskrá. Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á að vera lokið 8. nóvember. Fræðsluráð Reykjavíkur mælist til þess að þriggja daga vetrarfrí sem átti að hefjast á miðvikudag í flestum grunnskólum Reykjavíkur verði fellt niður. Skólastjórum er falið að leitast við eftir föngum að eðlilegt skólastarf geti farið fram eftir aðstæðum á hverjum stað. Því er beint til skólastjóra að þeir komi til móts við óskir um leyfi frá starfsmönnum og nemendum sem ekki telja sig geta mætt til skóla þessa daga. Misjafnt er hvenær skólar hafa skipulagt vetrarfrí og kemur það þá fram í skóladagatali. Þannig eru vetrarf´ri í grnnslólum akureyrar ekki fyrr en í febrúar. Sex vikur eru frá því verkfallið hófst. Verði miðlunartillagan felld hefst verkfall að nýju 9. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×