Innlent

Meiri og margþættari brot

MYND/Hilmar Þór
Skýrsla Samkeppnisráðs sýnir að brot olíufélaganna á samkeppnislögum voru bæði meiri og margþættari en áður var haldið, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir málið sýna mikilvægi þess að efla samkeppnisyfirvöld. Hann segir tjónið sem viðskiptavinum hafi verið valdið sé mjög mikið vegna þess hve langan tíma brotin stóðu. Hann segir þetta sína að Samkeppnisyfirvöld þurfi að grípa miklu fyrr inn í en nú er, enda sé það ekki eðlilegt að samráð af þessu tagi geti staðið í yfir áratug. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að samráð leynist víðar í þjóðfélaginu en bara hjá Olíufélögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×