Glæpur skekur fíkniefnalögreglu 27. október 2004 00:01 Loft var lævi blandið í dómsal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar sótti ákæruvaldið Hall Hilmarsson, fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, til saka. Vitnin gegn honum og um leið ásakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá fíkniefnadeildinni. Aðfaranótt gamlaársdags gerði "götuhópur" fíkniefnalögreglunnar húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Lögreglumenn sögðu fyrir dómi að í fórum hans hefðu fundist fíkniefni og 870 þúsund krónur. "Hann gaf engar trúverðugar skýringar á því hvernig hann hefði fengið féð og minntist ekki á að einhver annar ætti það." Einn lögreglumannanna bar fyrir dómi að hann hefði látið Hall Hilmarsson, næsta yfirmann sinn, vita af árangri leitarinnar, þar á meðal hve mikið fé hefði fundist. "Þetta var ein hæsta ef ekki hæsta upphæð sem við höfðum lagt hald á." @.mfyr:Hallur tekur að sér rannsókn@megin: Einn lögreglumannanna tók að sér að koma haldlögðu fé, fíkniefnum og gögnum málsins rétta boðleið. Þegar götuhópsmenn komu til starfa að nýju eftir nýárið var þeim tilkynnt að málið hefði verið tekið af þeim vegna umfangs þess og Hallur hefði ákveðið að annar fíkniefnalögreglumaður tæki málið yfir. Í reynd tók Hallur rannsóknina sjálfur yfir. Hann var verkstjóri deildarinnar og óvenjulegt en þó ekki einsdæmi að slíkt væri gert. Sá lögreglumaður sem tekið hafði að sér vörslu haldlagðs fjár, sagðist hafa lagt svartan kassa, "hald 6", og plastpoka, "hald 7", á borð Halls. Innihaldið hefði verið hátt á níunda hundrað þúsund krónur. Fer litlum sögum af rannsókn málsins fyrr en í lok febrúar 2003 að Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður skrifar fíkniefnalögreglunni bréf fyrir hönd hins meinta fíkniefnasala þar sem því er lýst yfir að eigandi fjárins sé tiltekinn kunningi hans. Við réttarhöldin bar meintur eigandi fjárins að hann hefði margoft haft samband við Hall Hilmarsson og krafið hann um féð. Yfirmenn hans könnuðust við að bæði hann og lögmaður hans hefðu margsinnis kvartað yfir seinagangi. Svo var komið haustið 2003 samkvæmt framburði yfirmanna fíkniefnadeildarinnar að sýnt þótti að skila yrði fénu sem hald hafði verið lagt á enda höfðu gögn verið lögð fram sem studdu framburð mannsins. Hallur Hilmarsson kom sér hins vegar undan því með ýmsu móti að ljúka málinu. @.mfyr:Haldlagðs fjár saknað@megin: Það er svo ekki fyrr en í mars 2004 að lögmaður meints eiganda fjárins, Brynjar Níelsson, tilkynnir að lögreglunni verði stefnt til að skila fénu. Skipar Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn þá Ásgeiri Karlssyni að láta skila fénu. Þegar hann hefur svo samband við féhirði embættisins kemur í ljós að féð hafi aldrei verið lagt inn á reikning. Böndin bárust nú að Halli en hann fór fyrst undan í flæmingi. Þennan dag 8. mars hafði hann ekki verið í vinnu en um kvöldið kemur hann í fíkniefnadeildina í ókunnum erindagjörðum.Um kvöldið tilkynnir hann að hann hafi fundið féð í "sameiginlegri hillu" á deildinni og fann Ásgeir Karlsson það á skrifborði sínu daginn eftir í kassa og plastpoka. Málið var ekki úr sögunni því Ásgeir gerði sér strax grein fyrir að maðkur væri í mysunni: Hluti fjárins voru glænýir fimm þúsund króna seðlar sem ekki voru í umferð þegar lagt var hald á féð. @.mfyr:Játaði Hallur brot sitt?@megin: Hörður Jóhannesson yfirheyrði Hall um málið og fékk engar trúverðugar skýringar á því. Hörður sagði frá því fyrir dómi aðspurður að um síðir hefði Hallur játað fyrir sér að hafa dregið sér féð. Athygli vakti að Hörður endurtók ekki nema að hluta vitnisburð sinn hjá saksóknara fyrir héraðsdómi en lesið var úr honum í réttinum. Þar skýrði Hörður frá því að Hallur hefði sagt að hann hefði verið beittur fjárkúgun og borgað ofsækjanda sínum 3 milljónir króna "til að halda starfi sínu". "Hann vildi að ég persónulega vissi ástæðurnar. Mér fannst hann ærlegur," sagði Hörður fyrir dómi. Hallur neitaði fyrir dómi að hafa játað afbrotið fyrir Herði og kannaðist ekki við fjárkúgun enda hefði hann ekki átt í neinum fjárhagserfiðleikum. Hann heldur fast við að féð hafi verið geymt í gögnum á "sameiginlegu hillunni" og gaf bersýnilega í skyn að hvaða fíkniefnalögreglumaður sem er hefði getað gerst fingralangur. Dómur verður kveðinn upp 15. nóvember. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Loft var lævi blandið í dómsal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar sótti ákæruvaldið Hall Hilmarsson, fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, til saka. Vitnin gegn honum og um leið ásakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá fíkniefnadeildinni. Aðfaranótt gamlaársdags gerði "götuhópur" fíkniefnalögreglunnar húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Lögreglumenn sögðu fyrir dómi að í fórum hans hefðu fundist fíkniefni og 870 þúsund krónur. "Hann gaf engar trúverðugar skýringar á því hvernig hann hefði fengið féð og minntist ekki á að einhver annar ætti það." Einn lögreglumannanna bar fyrir dómi að hann hefði látið Hall Hilmarsson, næsta yfirmann sinn, vita af árangri leitarinnar, þar á meðal hve mikið fé hefði fundist. "Þetta var ein hæsta ef ekki hæsta upphæð sem við höfðum lagt hald á." @.mfyr:Hallur tekur að sér rannsókn@megin: Einn lögreglumannanna tók að sér að koma haldlögðu fé, fíkniefnum og gögnum málsins rétta boðleið. Þegar götuhópsmenn komu til starfa að nýju eftir nýárið var þeim tilkynnt að málið hefði verið tekið af þeim vegna umfangs þess og Hallur hefði ákveðið að annar fíkniefnalögreglumaður tæki málið yfir. Í reynd tók Hallur rannsóknina sjálfur yfir. Hann var verkstjóri deildarinnar og óvenjulegt en þó ekki einsdæmi að slíkt væri gert. Sá lögreglumaður sem tekið hafði að sér vörslu haldlagðs fjár, sagðist hafa lagt svartan kassa, "hald 6", og plastpoka, "hald 7", á borð Halls. Innihaldið hefði verið hátt á níunda hundrað þúsund krónur. Fer litlum sögum af rannsókn málsins fyrr en í lok febrúar 2003 að Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður skrifar fíkniefnalögreglunni bréf fyrir hönd hins meinta fíkniefnasala þar sem því er lýst yfir að eigandi fjárins sé tiltekinn kunningi hans. Við réttarhöldin bar meintur eigandi fjárins að hann hefði margoft haft samband við Hall Hilmarsson og krafið hann um féð. Yfirmenn hans könnuðust við að bæði hann og lögmaður hans hefðu margsinnis kvartað yfir seinagangi. Svo var komið haustið 2003 samkvæmt framburði yfirmanna fíkniefnadeildarinnar að sýnt þótti að skila yrði fénu sem hald hafði verið lagt á enda höfðu gögn verið lögð fram sem studdu framburð mannsins. Hallur Hilmarsson kom sér hins vegar undan því með ýmsu móti að ljúka málinu. @.mfyr:Haldlagðs fjár saknað@megin: Það er svo ekki fyrr en í mars 2004 að lögmaður meints eiganda fjárins, Brynjar Níelsson, tilkynnir að lögreglunni verði stefnt til að skila fénu. Skipar Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn þá Ásgeiri Karlssyni að láta skila fénu. Þegar hann hefur svo samband við féhirði embættisins kemur í ljós að féð hafi aldrei verið lagt inn á reikning. Böndin bárust nú að Halli en hann fór fyrst undan í flæmingi. Þennan dag 8. mars hafði hann ekki verið í vinnu en um kvöldið kemur hann í fíkniefnadeildina í ókunnum erindagjörðum.Um kvöldið tilkynnir hann að hann hafi fundið féð í "sameiginlegri hillu" á deildinni og fann Ásgeir Karlsson það á skrifborði sínu daginn eftir í kassa og plastpoka. Málið var ekki úr sögunni því Ásgeir gerði sér strax grein fyrir að maðkur væri í mysunni: Hluti fjárins voru glænýir fimm þúsund króna seðlar sem ekki voru í umferð þegar lagt var hald á féð. @.mfyr:Játaði Hallur brot sitt?@megin: Hörður Jóhannesson yfirheyrði Hall um málið og fékk engar trúverðugar skýringar á því. Hörður sagði frá því fyrir dómi aðspurður að um síðir hefði Hallur játað fyrir sér að hafa dregið sér féð. Athygli vakti að Hörður endurtók ekki nema að hluta vitnisburð sinn hjá saksóknara fyrir héraðsdómi en lesið var úr honum í réttinum. Þar skýrði Hörður frá því að Hallur hefði sagt að hann hefði verið beittur fjárkúgun og borgað ofsækjanda sínum 3 milljónir króna "til að halda starfi sínu". "Hann vildi að ég persónulega vissi ástæðurnar. Mér fannst hann ærlegur," sagði Hörður fyrir dómi. Hallur neitaði fyrir dómi að hafa játað afbrotið fyrir Herði og kannaðist ekki við fjárkúgun enda hefði hann ekki átt í neinum fjárhagserfiðleikum. Hann heldur fast við að féð hafi verið geymt í gögnum á "sameiginlegu hillunni" og gaf bersýnilega í skyn að hvaða fíkniefnalögreglumaður sem er hefði getað gerst fingralangur. Dómur verður kveðinn upp 15. nóvember.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira