Innlent

Fjárfestar í kísilduftið

 Hlutafé fyrirtækisins verður á bilinu 12 - 1300 milljónir króna. Auk fjárfestanna kemur Nýsköpunarsjóður að málinu. "Það hefur verið veruleg hreyfing á þessu undanfarna tvo mánuði," sagði Sigbjörn. "Þessu er vonandi að ljúka á næstunni. Við getum orðað það svo að menn séu aðeins að fínpússa. Vissulega voru þyngsli í málinu um skeið, en það er breytt. En við skálum ekkert fyrr en að leikslokum." Sigbjörn kvaðst ekki vilja segja hverjir fjárfestarnir væru að svo komnu máli. Spurður hvenær áætlað væri að opna verksmiðjuna kvaðst hann ekki vilja nefna dagsetningar, enda væru menn gjarnan negldir á þeim. Á lokaspretti kæmu oft upp hnökrar sem þyrfti að leysa. "En ég sé ekki annað en að allt varðandi þetta mál muni leysast. Það verður gríðarlegur léttir fyrir þetta samfélag þegar þessu verður lokið."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×