Góð rödd gerir gæfumuninn 25. október 2004 00:01 Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga. Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga.
Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent