Innlent

Dómsmálaráðuneytið fór ei að lögum

MYND/Vísir
Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það bannaði unnustu fanga á Litla hrauni að heimsækja unnusta sinn, að mati Umboðsmanns Alþingis. Fanginn kvartaði undan úrskurði ráðuneytisins, sem staðfesti úrskurð Fangelsismálastofnunar um að banna unnunstunni heimsóknir. Hún hafði í tvígang verið sakfelld fyrir fíkniefnabrot og var henni bannað að koma að Litla hrauni þar sem talið var að hún ætlaði að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Umboðsmaður Alþingis taldi að ekki hefði verið farið að meðalhófsreglu, því beita hefði mátt vægari úrræðum en banni, eins og til dæmis að óska eftir að fá að leita á konunni og eða láta heimsókn í fangelsið fara fram án snertingar. Einnig lagði umboðsmaður Alþingis áherslu á að stjórnvöld hefðu ekki haldið því fram að rökstuddur grunur hefði í raun legið fyrir um að unnustan hefði ætlað að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Umboðsmaður Alþingis beinir því þeim tilmælum til dómsmálaráðuneytisins að það taki málið til athugunar að nýju, óski fanginn eftir því og að í framtíðinni verði framkvæmd mála af þessu tagi með þeim hætti sem samrýmist sjónarmiðum sem fram koma í áliti umboðsmanns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×