Innlent

Beiðni Steingríms hafnað

Stjórn Landssíma Íslands hefur hafnað kröfu Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns, um að boðað verði til hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa þess á hlut í Skjá einum. Í svari sínu lýsir stjórnin sig ósammála þeirri túlkun Steingríms að kaup Landssímans á hlut í Skjá einum feli í sér verulegar breytingar á rekstri Landssímans. Steingrímur hefur mótmælt ákvörðun stjórnarinnar og segir að í ljósi þess að Skjár einn hljóti nú að teljast dótturfélag Landssímans, þá ítreki hann kröfu sína um hluthafafund.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×