Innlent

Hringveginum lokað

Brúin yfir Núpsvötn við Lómagnúp skemmdist í veðurofsanum í morgun og er ekki hægt að aka yfir hana. Lögreglan í Vestur-Skaftafellssýslu lokaði hringveginum um Skeiðarársand. Það var Alexander Alexandersson, yfirlögregluþjónn í sýslunni, sem varð þessa var á eftirlitsferð í morgun, í snarvitlausu veðri. Hann segir þungar málmgrindur sem lagðar voru í brúna nýverið hafa flest upp þannig að yfirborð brúarinnar var opið. Alexander þorir ekki að fullyrða hvort sést hafi niður í vatnið því hann hafi ekki farið nógu langt inn á brúna til að sjá það. Lögreglubifreiðin hafi gengið til á brúnni og hann hafi því bakkað í snarhasti af henni aftur. Hringveginum var í kjölfarið lokað og var það enn þegar síðast fréttist. Það voru fleiri vegamannvirki sem létu undan veðurofsanum því Gísli Guðmundsson, yfirlögrelguþjónn í Snæfellsbæ, segir að malbikið hafi hreinlega flest af veginum um Fróðárheiði á a.m.k. hundrað metra kafla og sjáist hvorki tangur né tetur af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×