Innlent

Ummæli boða ekki gott

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Framsóknarflokkurinn væri "ömurlegur flokkur" boði ekki gott. Aðspurður um framtíð R-listans segir Halldór að samstarfið hafi gengið vel. Framtíð þess verði ákveðin á vettvangi flokksins í Reykjavík og ótímabært að vera með yfirlýsingar um það . "Það eru skiptar skoðanir um það og hefur verið lengi. Það er nauðsynlegt að traust sé á milli aðila. --Ríkir traust? "Já, að vissu leiti en það boðar aldrei gott ef samstarfsflokkur er kallaður ömurlegur eins og heyrðist hjá varaformanni Samfylkingarinnar. Ég hef ekki heyrt slík orð hjá samstarfsmönnum mínum í garð hennar eða hennar flokks." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lét þessi orð falla í þættinum Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudag. "Þetta datt út úr mér en auðvitað segir maður ekki svona um virðulegan stjórnmálaflokk. Hins vegar stend ég við að mér finnst niðurlæging hans mikil í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×